Hleypir verðbólgunni strax af stað

Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta er ekki leiðin að auknum kaupmætti. Við  höfum reynt hana áður og hún skilaði ekki árangri í að byggja upp kaupmátt og þar af leiðandi teljum við hana engan veginn tæka. Hún mun valda miklu meira tjóni en ávinningi fyrir samfélagið."

Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, spurður um launakröfur Flóafélaganna sem lagðar hafa verið fram vegna komandi kjarasamninga en þar er meðal annars farið fram á að samningur verði gerður til eins árs og að lágmarkshækkun í launatöflu verði 35 þúsund krónur. Þorsteinn segir að sú krafa feli í raun í sér 20% hækkun á tólf mánaða tímabili sem myndi hleypa verðbólgunni strax af stað.

„Við erum algerlega sammála verkalýðshreyfingunni um mikilvægi þess að byggja upp kaupmátt og auka ráðstöfunartekjur heimilanna og erum fyllilega reiðubúin til viðræðna um slíkt. Þá skulum við horfa til sögunnar og sjá hvaða aðferð hefur reynst okkur farsælust, því á endanum er þetta langhlaup en ekki spretthlaup," segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert