Margir geta ekki keypt íbúð

Fasteignaverð heldur áfram að hækka.
Fasteignaverð heldur áfram að hækka. mbl.is/Árni Sæberg

Fasteignaverð í sex völdum póstnúmerum í Reykjavík hækkaði um 12,2-19,4% á tímabilinu frá janúar 2013 til ársloka 2014.

Um er að ræða hækkun á nafnverði og er hún talsvert umfram verðlagsþróun. Tölurnar eru sóttar í greiningu Þjóðskrár Íslands sem gerð var að beiðni Morgunblaðsins.

Spurð um þessar hækkanir og kaupgetu almennings í fasteignum segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, í fréttaskýringu um þetta efni í blaðinu, að fólk þurfi að hafa orðið mjög háar tekjur til að komast í gegnum greiðslumat við kaup á dýrari eignum. Staðan sé enn þá erfiðari hjá tekjulægri hópum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert