Fálkaorða Sigurðar tekin til skoðunar

Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Fundað verður í orðunefnd á næstunni um þá stöðu sem komin er upp eftir að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hæstarétti í gær vegna aðildar sinnar að svonefndu Al Thani-máli, en forseti íslands veitti Sigurði fálkaorðuna árið 2007 vegna forystu í útrás íslensks fjármálalífs.

„Athygli mín hefur verið vakin á því sem stendur í lögum um fálkaorðuna og við munum í framhaldinu fara yfir þá stöðu sem upp er komin. Hvort eitthvað sambærilegt hafi gerst áður og hvernig hafi verið með það farið,“ segir Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar, í samtali við mbl.is. Næsti fundur nefndarinnar hefur ekki verið tímasettur en hann verður bráðlega að sögn Guðna og þá verði málið tekið fyrir og rætt.

Fram kemur í 11. grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu að stórmeistari, það er forseti Íslands, geti „að ráði orðunefndar, svipt mann, sem hlotið hefur orðuna, en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert