Ísland er í 21. sæti á lista yfir þau ríki sem státa af mestu frelsi fjölmiðla. Finnland er í fyrsta sæti, Noregur í öðru sæti og Danmörk í því þriðja. Svíþjóð er í fimmta sæti.
Finnland hefur verið í fyrsta sæti listans undanfarin fimm ár en frá árinu 2002 til 2010 var Ísland alltaf í fyrsta sæti listans að einu ári undanskildu. Í fyrra var Ísland í áttunda sæti og hrapar því niður um þrettán sæti á milli ára, samkvæmt lista sem samtökin fréttamenn án landamæra hafa birt.
Þau ríki sem eru neðst á listanum eru Túrkmekistsan, Norður Kórea og Erítrea.