Fær 11,6 milljónir í starfslokasamning

Sigurður Valur Bjarnason.
Sigurður Valur Bjarnason. mbl.is/Helgi

Bæj­ar­stjórn Fjalla­byggðar hef­ur samþykkt að greiða fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóra Fjalla­byggðar, Sig­urði Vali Ásbjarn­ar­syni, 11,6 millj­ón­ir króna í starfs­loka­samn­ing.

Þetta kem­ur fram á vefn­um Héðins­fjörður.is og í fund­ar­gerð bæj­ar­stjórn­ar Fjalla­byggðar frá því á miðviku­dag. 

Sig­urður Val­ur óskaði eft­ir að láta af störf­um sem bæj­ar­stjóri sveit­ar­fé­lags­ins af per­sónu­leg­um ástæðum í síðasta mánuði. Hann hafði verið bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar frá ár­inu 2010.

Í til­kynn­ingu kom fram að starfs­lok­in væru gerð í fullri sátt við bæj­ar­stjórn.

Gunn­ar Ingi Birg­is­son hef­ur tekið við sem bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar.

Í fund­ar­gerð bæj­ar­stjórn­ar Fjalla­byggðar frá því á miðviku­dag kem­ur fram að sex bæj­ar­full­trú­ar hafi samþykkt starfs­loka­samn­ing­inn. 

Helga Helga­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, greiddi hins veg­ar at­kvæði á móti. Hún lét bók að fyr­ir­liggj­andi starfs­loka­samn­ing­ur við frá­far­andi bæj­ar­stjóra væri ekki í sam­ræmi við bók­un meiri­hluta bæj­ar­ráðs frá 23. janú­ar 2015.

„Eins og samn­ing­ur­inn ligg­ur hér fyr­ir sam­ræm­ist hann held­ur ekki upp­sagn­ar­á­kvæðum ráðning­ar­samn­ings hans eða al­menn­um grund­vall­ar­regl­um vinnu­rétt­ar. En sam­kvæmt starfs­loka­samn­ingi þess­um sagði frá­far­andi bæj­ar­stjóri upp störf­um að eig­in frum­kvæði af per­sónu­leg­um ástæðum og lét af störf­um 1. fe­brú­ar sam­kvæmt sam­komu­lagi. Í slík­um til­fell­um, þar sem starfsmaður seg­ir upp og ósk­ar eft­ir því að vinna ekki upp­sagn­ar­frest, ber vinnu­veit­anda ekki skylda til þess að greiða hon­um laun á upp­sagn­ar­fresti eins og hér er lagt til. Um háa upp­hæð er að ræða, heild­ar­kostnað upp á rúm­lega 11,6 millj. sem ég tel að nýta mætti í þágu íbúa Fjalla­byggðar,“ seg­ir enn­frem­ur í bók­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka