Skiptar skoðanir koma fram um það í umsögnum um tillögu til breytinga á rammaáætlun hvort rétt sé af Alþingi að færa fleiri virkjanakosti en Hvammsvirkjun í Þjórsá úr biðflokki í nýtingarflokk.
Orkustofnun og sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggja áherslu á að Hagavatnsvirkjun verði færð í nýtingu.
Meirihluti atvinnuveganefndar sendi út til umsagnar þá breytingartillögu sína við þingsályktunartillögu umhverfisráðherra að ekki einungis Hvammsvirkjun yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk heldur einnig tvær aðrar virkjanir í neðrihluta Þjórsár auk Skrokkölduvirkjunar og Hagavatnsvirkjunar. Minnihluti nefndarinnar lagði fram frávísunartillögu og fór hún einnig til umsagnar. Umsagnarfrestur rann út í gær.