Skoða lagabreytingar vegna smálánanna

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis er að skoða hvort rétt sé að breyta lögum um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, þannig að Neytendastofa beri ábyrgð á eftirliti með framkvæmd laganna, til þess að auka neytendavernd einstaklinga, sem lenda í vanskilum við smálánafyrirtæki.

Frosti Sigurjónsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins, sem út kom í morgun, að hann telji mikilvægt að Neytendastofa hafi eftirlit með samningalögunum.

Það myndi auka mjög öryggi þeirra sem komast í vanskil við smálánafyrirtækin. Þeir hafi ekki burði til þess að ráða sér lögfræðing.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert