Á annan tug skjálfta hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn. Stærsti skjálftinn varð klukkan 16:37 í gær, 2,1 að stærð. Ágætlega sást til gossins á vefmyndavélum í morgun meðan dimmt var og virtist gosið svipað og undanfarið.
Tæpur tugur hefur mælst í kvikuganginum allir um og innan við eitt stig. Nokkrir hafa mælst á svæðinu við Herðubreið, stærsti rúmt stig, samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands.