Lögmenn horfist í augu við sjálfa sig

Frá aðalmeðferð í Al Thani-málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá aðalmeðferð í Al Thani-málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Eggert

Arn­ar Þór Jóns­son, lektor í lög­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, tel­ur aðspurður að dóm­ur­inn í Kaupþings­mál­inu hafi ótví­rætt for­dæm­is­gildi. „Ég held að það sé eng­inn vafi á því. Málið er gríðarlega vel unnið af hálfu Hæsta­rétt­ar. Rétt­ur­inn hef­ur plægt í gegn­um frum­gögn máls­ins og bygg­ir niður­stöðuna á mati á þeirri mynd sem þar birt­ist. Hæstirétt­ur hef­ur verkað þetta mál al­veg ofan í kjöl­inn og velt við hverj­um steini. Ég tel ljóst að við get­um leyft okk­ur að draga þá álykt­un að málið muni að sjálf­sögðu hafa mikið vægi ef horft er til framtíðar.“

– Hvers vegna hef­ur málið mikið for­dæm­is­gildi?

„Í fyrsta lagi varðar þetta mjög mikla hags­muni og brot­in telj­ast því með sam­svar­andi hætti sér­lega al­var­leg. Í öðru lagi er dóm­ur­inn sér­lega vandaður og vel ígrundaður, svo sem ég nefndi áðan. Í þriðja lagi má ekki van­meta þá staðreynd að hér hef­ur þetta stóra mál verið leitt til efn­is­legr­ar niður­stöðu. Ég vil skýra þetta síðasta atriði ör­lítið nán­ar. Dóms­for­send­urn­ar greina glögg­lega hvernig þess hef­ur verið freistað af hálfu ákærðu að leita allra ráða til að standa í vegi fyr­ir því að leyst verði efn­is­lega úr þeim brot­um sem þeim var gefið að sök að hafa framið. Út frá sjón­ar­hóli ákærðu er það vissu­lega skilj­an­legt og rétt­ar­ríkið þarf vissu­lega að gæta þess að sakaðir menn fái haldið uppi rétt­mæt­um vörn­um,“ seg­ir Arn­ar Þór.

Arnar Þór Jónsson.
Arn­ar Þór Jóns­son.

Standi und­ir meg­in­verk­efn­inu

Hann held­ur áfram: „Að þessu sögðu skipt­ir ekki minna máli fyr­ir hags­muni rétt­ar­rík­is­ins að rétt­ar­kerfið geti staðið und­ir því meg­in­verk­efni sem því er ætlað, þ.e. að dóm­stól­ar leysi efn­is­lega úr laga­leg­um ágrein­ingi þannig að bund­inn sé endi á þræt­una. Ef dóm­stól­ar standa ekki und­ir þessu hlut­verki þá get­ur það valdið marg­háttuðum skaða. Við get­um horft marg­ar ald­ir aft­ur í tím­ann þessu til staðfest­ing­ar. Nefna má Njáls­sögu til dæm­is. Meg­ingagn­rýni höf­und­ar Njálu á lög­in og rétt­ar­kerfi þess tíma er að þau nái ekki utan um stærstu mál sam­tím­ans, sem fyr­ir vikið koðna niður í karp um tækni­leg smá­atriði. Dóm­ur Hæsta­rétt­ar [í fyrra­dag] varðar með sanni eitt stærsta málið sem komið hef­ur upp í kjöl­far banka­hruns­ins. Það er því mjög mik­il­vægt að feng­ist hafi efn­is­leg niðurstaða í málið. Það skipt­ir máli fyr­ir rétt­ar­kerfið í heild. Þetta hef­ur verið þolraun fyr­ir ís­lenska rétt­ar­kerfið sem ég tel að það hafi staðist.

Að lok­um vil ég bæta því við að ég tel að Hæstirétt­ur Íslands hafi með dómi sín­um í gær lyft spegli að ásjónu lög­manns­stétt­ar­inn­ar og ég tel að lög­menn geti ekki vikið sér und­an því að horfa vel og lengi í þann speg­il í þeim til­gangi að svara því gagn­vart sjálf­um sér og öðrum fyr­ir hvað þeir standa og hvað hug­takið ,,góðir lög­manns­hætt­ir“ fel­ur í reynd í sér,“ seg­ir Arn­ar Þór.

Jókst eft­ir Baugs­málið

Hrafn Braga­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, tel­ur verj­end­ur sak­born­inga í hrun­mál­um hafa gengið langt í málsvörn sinni. Sú fram­ganga hafi færst í vöxt eft­ir að Baugs­málið komst í há­mæli.

„Mér finnst sem eft­ir hrun hafi jafn­vel bestu lög­menn, sem hafa alla virðingu manns, gengið ansi langt í sín­um störf­um fyr­ir menn sem hafa verið hafðir fyr­ir sök í þess­um hruns­mál­um,“ seg­ir Hrafn.

Hrafn Bragason.
Hrafn Braga­son.

Rifjaði Hrafn þá upp að þegar hann var dóm­ari í Hæsta­rétti hafi Haf­skips­málið verið í al­gleym­ingi. Þá hafi borið á þeirri skoðun meðal lög­manna að lög­fræðing­ar í mál­inu hafi gengið langt. Slík umræða hafi aft­ur komið upp í tengsl­um við Baugs­málið.

„Eft­ir hrunið og upp úr þessu Baugs­máli hef­ur þetta orðið al­geng­ara – og ég byggi þetta á engu nema til­finn­ingu – að menn hafi gengið dá­lítið langt í þess­um stóru mál­um,“ seg­ir Hrafn og nefn­ir til­raun­ir til að fá mál­um frestað, ell­egar máls­ástæður fyr­ir frá­vís­un­ar­kröf­um.

Hann tel­ur aðspurður að slík fram­ganga lög­manna sé ekki til fram­drátt­ar fyr­ir þjóðfé­lagið.

„Fram­ganga af þess­um toga er ekki gagn­leg í hinu stóra sam­hengi. Ef lög­menn fara al­mennt að koma fram eins og upp­lýs­inga­full­trú­ar – og þetta fer að verða föst rútína fyr­ir þá sem er verið að verja – að þá held ég að gagn­vart al­menn­ingi sé þetta of­ur­lítið erfitt. Hverju á al­menn­ing­ur sem er ekki inni í mál­um að trúa? Marg­ir gera eng­an mun á lög­mönn­um og dómur­um. Maður sér líka á skoðana­könn­un­um að tor­tryggni gæt­ir gagn­vart dóm­stól­un­um, sem ég held að sé eng­in ástæða til. Ég hef aldrei séð það ger­ast fyr­ir fé­laga mína [í dóm­ara­stétt] að þeir séu ekki að leggja sig fram fyr­ir dóm­stól­ana og kom­ast að réttri niður­stöðu. Ég á því bágt með að átta mig á þess­um viðhorf­um og hvers vegna fólk virðist ekki treysta dóm­stól­um. Traustið á þá virðist á niður­leið, sam­kvæmt skoðana­könn­un­um,“ seg­ir Hrafn.

Megi aldrei villa fyr­ir um

Skúli Magnús­son, héraðsdóm­ari og formaður Dóm­ara­fé­lags Íslands, seg­ir fé­lagið og Lög­manna­fé­lag Íslands hafa fjallað um ýmis atriði sem lúta að störf­um verj­enda und­an­far­in ár. „Það hef­ur komið fram gagn­rýni í röðum lög­manna á málsmeðferð fyr­ir dóm­stól­um. Dóm­ar­ar taka þessa gagn­rýni al­var­lega.

Þótt skipuðum verj­anda beri að sjálf­sögðu að gæta hags­muna skjól­stæðings­ins til hins ýtr­asta má það aldrei verða til þess að lögmaður taki þátt í að villa um fyr­ir dóm­stól­um, eða að tefja fyr­ir greiðri málsmeðferð. Það er ein af skyld­um lög­manna að stuðla að greiðri og góðri málsmeðferð, meðal ann­ars í saka­mál­um. Það að tefja fyr­ir dóm­stól­um við að leysa efn­is­lega úr mál­um sam­rým­ist ekki góðum lög­manns­hátt­um. Ég get ekki lagt mat á það hvort um það var að ræða í þessu máli [Kaupþings­mál­inu]. En auðvitað lá fyr­ir í því máli að tveir lög­menn voru sektaðir með vís­an til þess að þeir hefðu tafið fyr­ir meðferð máls­ins,“ seg­ir Skúli.

Skúli Magnússon.
Skúli Magnús­son.

Ótví­rætt for­dæm­is­gildi dóms

• Lektor bend­ir á umboðssvika­ákvæði Jón Þór Ólason, lektor við laga­deild Há­skóla Íslands, tel­ur dóm­inn hafa ótví­rætt for­dæm­is­gildi.

„Það er mik­il­vægt að hafa í huga að all­ir dóm­ar sem reyna með ein­hverj­um hætti á umboðssvika­ákvæðið kunna að vera mik­il­vægt for­dæmi. Í umboðssvika­ákvæðinu er að finna mjög sveigj­an­lega verknaðarlýs­ingu sem nær bet­ur en önn­ur ákvæði hegn­ing­ar­laga yfir það oft flókna viðskipta­ferli sem ligg­ur að baki efna­hags­brot­um. Það er merki­legt hvað sagt er um at­hafna­skyldu stjórn­enda bank­ans með hliðsjón af til að mynda umboðssvika­ákvæðinu. Sig­urður Ein­ars­son er t.a.m. í raun dæmd­ur á grund­velli at­hafna­leys­is,“ seg­ir Jón Þór.

Horft til fjár­tjóns­hættu

„Annað sem er merki­legt er grein­ing á því hver er aðalmaður í broti og hver er hlut­deild­armaður í broti. Síðan er beit­ing til­slök­un­ar­regl­unn­ar, þ.e. sú lög­fræðilega aðferðafræði að sak­fella á grund­velli veru­legr­ar fjár­tjóns­hættu, ávallt at­hygli­verð frá refsirétt­ar­legu sjón­ar­horni. Það hafa mjög fáir dóm­ar gengið um markaðsmis­notk­un. Þar af leiðandi hlýt­ur niðurstaða Hæsta­rétt­ar varðandi túlk­un á markaðsmis­notk­un­ar­á­kvæðinu að vera for­dæm­is­gef­andi að þessu leyti,“ seg­ir Jón Þór.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert