Með 284 flóttamenn á leið í land

Fleiri þúsundum flóttamanna hefur verið bjargað á Miðjarðarhafi undanfarið.
Fleiri þúsundum flóttamanna hefur verið bjargað á Miðjarðarhafi undanfarið. AFP

Varðskipið Týr er á leið til hafnar á Ítalíu með 284 flóttamenn um borð sem bjargað var á hafi í gær og í nótt. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvar Týr kemur að landi á þessari stundu, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Varðskipið Týr tók í gær þátt í björgunaraðgerðum djúpt norður af Líbíu.  Áhöfn varðskipsins bjargaði í gærdag 75 manns af litlum gúmmíbát og gengu björgunaraðgerðir mjög vel. Um borð voru karlmenn og nokkur börn.

Varðskipið Týr hélt svo rakleiðis að öðrum litlum bát sem sendi frá sér neyðarkall þar sem  tæplega 100 flóttamönnum var bjargað um borð í varðskipið.  

<span>Í nótt var síðan enn fleiri flóttamönnum bjargað um borð í varðskipið þannig að alls eru 284 flóttamenn um borð í Tý.</span>

Síðustu daga hefur fjölda fólks verið bjargað á þessu svæði og svo virðist sem mikið flæði flóttafólks sé nú frá Líbíu áleiðis til Ítalíu.  

Varðskipið Týr verður áfram við björgunarstörf á þessu svæði á næstunni. 

Áhöfn varðskipsins Tý hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði á …
Áhöfn varðskipsins Tý hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði á Miðjarðarhafi. AFP
TF-Sif og varðskipið Týr við störf á Miðjarðarhafi.
TF-Sif og varðskipið Týr við störf á Miðjarðarhafi. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Varðskipið Týr
Varðskipið Týr AFP
Varðskipið Týr í höfninni í Pozzallo á Sikiley í síðustu …
Varðskipið Týr í höfninni í Pozzallo á Sikiley í síðustu viku. AFP
AFP
Varðskipið Týr tekur þátt í verkefni á vegum Frontex á …
Varðskipið Týr tekur þátt í verkefni á vegum Frontex á Miðjarðarhafi AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert