16 milljarðar króna til baka

Átakinu Allir vinna var m.a. ætlað að örva atvinnu á …
Átakinu Allir vinna var m.a. ætlað að örva atvinnu á byggingamarkaði og draga úr svartri atvinnustarfsemi í þeim geira. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ríkið hefur endurgreitt rúmlega 16 milljarða króna virðisaukaskatt í tengslum við átakið Allir vinna, sem lauk um síðustu áramót.

Átakið hófst í mars 2009 með því að endurgreiðsla á virðisaukaskatti af vinnu við nýbyggingar, viðhald og endurbætur á íbúðar- og sumarhúsum var aukin úr 60% í 100%.

Á þessum tíma hefur ríkisskattstjóri afgreitt ríflega 91 þúsund endurgreiðslubeiðnir frá eigendum íbúðar- og sumarhúsa. Enn er þó hægt að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu sem innt var af hendi fyrir 1. janúar sl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert