Andstaða við staðsetningu nýs hótels á Skógum

Frumhugmyndir að útliti nýs hótels í Skógum. Á svæðinu hefur …
Frumhugmyndir að útliti nýs hótels í Skógum. Á svæðinu hefur verið mikill straumur ferðamanna.

Líflegar umræður urðu á kynningarfundi sem skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra, Anton Kári Halldórsson, boðaði nýverið um mat á deiliskipulagstillögu á hluta jarðarinnar Ytri-Skóga en þar er fyrirhugað að reisa nýtt hótel.

Á fundinum kom fram nokkur andstaða við staðsetningu hótelsins, að því er fram kemur í umfjöllun um hann í Morgunblaðinu í dag. Frumhugmyndir gerðu ráð fyrir 10 þúsund fermetra lóð fyrir alla aðstöðuna, m.a. gistiaðstöðu fyrir yfir 200 manns, veitingaaðstöðu, minjagripaverslun og afþreyingu, þar á meðal dagsferðum á t.d. nálæga jökla. Reiknað er með talsverðum fjölda ársverka á staðnum.

Fram kom á fundinum að ef um slíka uppbyggingu er að ræða þá muni Skógar byggjast upp sem þéttbýliskjarni en það er í samræmi við áætlanir sveitarfélagsins í aðalskipulagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert