Fyrsta borunin í tæp tvö ár

Borinn Þór að störfum á Reykjanesi fyrir HS Orku.
Borinn Þór að störfum á Reykjanesi fyrir HS Orku. Ljósmynd/Þorsteinn Egilson

Boranir eru hafnar á nýrri háhitaholu hjá HS Orku á Reykjanesi, þeirri þrítugustu og fjórðu í röðinni.

Stærsti bor Jarðborana, Þór, er notaður til verksins en háhitahola hefur ekki verið boruð hér á landi síðan haustið 2013, að því er fram kemur í umfjöllun um verk þetta í Morgunblaðinu í dag.

Um er að ræða niðurdælingarholu en stefnt er að því að dæla allt að 100 lítrum á sekúndu niður í holuna og komast í samband við náttúrulegar aðrennslisæðar jarðhitakerfisins til að skila vatni til baka inn í kerfið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert