„Ég hef ekki orðið var við neina sérstaka andstöðu við samninginn í þingflokki Framsóknarflokksins,“ segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag vegna frétta í dag um að þingmönnum flokksins vildu einfalda regluverkið sem kæmi frá Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Segir samninginn hafa þjónað Íslendingum vel og ekki ástæða til að ætla annað en svo yrði áfram.
„Misskilningur virðist hins vegar vera - bæði innan flokks og utan - um innleiðingu reglugerða og tilskipana EES. Reglugerðir verður að innleiða í lög eins og þær koma - við höfum meira val með tilskipanir, en verðum að gæta þess að meginmarkmið þeirra skili sér. Það er rangt að Íslendingar geti ekki haft áhrif á það sem kemur frá ESB - við höfum hins vegar ekki sinnt því sem skyldi að koma að vinnu við gerð Evróputilskipana og hefur fjárskorti m.a. verið kennt um.“