Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sendi í dag Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur og formanni danskra jafnaðarmanna, samúðarkveðjur vegna ásáranna í Kaupmannahöfn um helgina.
„Ég vil senda þér og dönsku þjóðinni samúðarkveðjur vegna voðaverkanna í Kaupmannahöfn nú um helgina fyrir hönd okkar flokkssystkina þinna í Samfylkingunni. Hugur Íslendinga er nú hjá dönsku þjóðinni og við dáumst að þeirri yfirvegun sem þið sýnið á þessum tímum og þeirri fagmennsku sem einkennir viðbrögð löggæslu og stjórnkerfis. Íslenskir jafnaðarmenn standa með ykkur í varðstöðu um tjáningarfrelsi, trúfrelsi, athafnafrelsi og jöfn tækifæri,“ segir í kveðjunni.