Þýðendur harma orð Sigrúnar

Sigrún Magnúsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir mbl.is/Eggert

Stjórn Banda­lags þýðenda og túlka furðar sig á um­mæl­um Sigrún­ar Magnús­dótt­ur, um­hverf­is­ráðherra, sem höfð eru eft­ir henni í Frétta­blaðinu í dag. Þar sagði hún að nota ætti „mild­ara orðalag við þýðingu Evr­ópu­til­skip­ana“. Þýðend­ur segja vegið að heiðri og fag­mennsku þeirra þýðenda sem starfa fyr­ir Þýðinga­miðstöð Ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

„Þýðing á til­skip­un­um, reglu­gerðum og reynd­ar öll­um texta sem hef­ur laga­legt gildi er gríðarleg ná­kvæmn­is­vinna þar sem frjáls­leg túlk­un á ekk­ert er­indi. Stjórn ÞOT bend­ir á að hug­taka­notk­un og mál­far í EES-gerðum bygg­ist ekki á geðþótta­ákvörðunum þýðanda eða annarra hverju sinni held­ur hug­taka­grunni sem hef­ur verið byggður upp af mikl­um metnaði í nokkra ára­tugi og kostað þrot­lausa vinnu. Gæðaeft­ir­lit Þýðinga­miðstöðvar­inn­ar er rómað og þeir þýðend­ur sem hafa sér­hæft sig í þess­um vanda­sömu þýðing­um eiga heiður skilið en ekki hnút­ur frá ráðherra í rík­is­stjórn Íslands,“ seg­ir í álykt­un stjórn­ar ÞOT.

Þá harm­ar stjórn Banda­lags þýðenda og túlka það van­mat á störf­um þýðenda sem fram komi í orðum Sigrún­ar og lýs­ir yfir full­um stuðningi við Þýðinga­miðstöð Ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og starfs­fólk henn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert