Fölsuð matvæli fundust hér á landi

Hald var lagt á þúsundir tonna af fölsuðum matvælum og …
Hald var lagt á þúsundir tonna af fölsuðum matvælum og drykkjarföngum Europol

Fjögur mál komu upp hér á landi í alþjóðlegri matvælaaðgerð sem gerð var á vegum Europol og Interpol í desember og janúar. Tollstjóri og Matvælastofnun nutu atbeina embættis ríkislögreglustjóra og tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol við framkvæmd verkefnisins.

Eins og greint var frá á mbl.is fyrr í dag lagði lögregla hald á þúsundir tonna af fölsuðum matvælum og drykkjum í 47 ríkjum í sameiginlegri aðgerð Interpol og Europol. Meðal annars tóku íslensk yfirvöld þátt í aðgerðunum.

Frétt mbl.is: Fölsuð matvæli í tonnavís

Aðgerðin, sem nefnist, Opson IV, stóð yfir í desember og janúar og var lagt hald á yfir 2.500 tonn af eftirlíkingum og fölsuðum matvælum, þar á meðal  mozzarella ost, jarðarber, egg, matarolíu og þurrkuð matvæli.

Tollstjóri mun hins vegar ekki veita frekari upplýsingar um þann anga sem snýr að Íslandi þar sem umrædd mál eru enn í vinnslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert