Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði það geta skapað borginni bótakröfu ef ekki verður staðið við gerða samninga við Valsmenn ehf. um uppbyggingu á Hlíðarenda. Undirbúningsframkvæmdir á svæðinu voru samþykktar í borgarstjórn í kvöld þrátt fyrir mótbárur minnihlutans um öryggissjónarmið.
Fulltrúar minnihlutans kölluðu eftir því að þess væri beðið að Rögnunefndin myndi klára að vinna álit sitt um flugvöllinn og þá hvort skynsamlegt sé að loka minnstu flugbrautinni á flugvellinum. Tillögu þess efnis var hafnað.
Borgarstjóri sagði að um framkvæmdin myndi ekki hafa áhrif á minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Ennfremur sagði hann að borgin gæti skapað sér skaðabótakröfu ef ekki yrði staðið við gerða samninga við Valsmenn ehf. eða ef töf yrði á framkvæmdum.