Neytendastofa er hlynnt hugmynd um breytt lög

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Tryggvi Ax­els­son, for­stjóri Neyt­enda­stofu, seg­ir að það sé mjög gott mál og nauðsyn­legt ef Neyt­enda­stofu verði veitt­ur meiri aðgang­ur að eft­ir­liti með fram­kvæmd laga sem varða neyt­end­ur.

Sama sé hvort það sé gert með því að breyta lög­um um neyt­endalán, samn­inga­lög­um eða lög­um um órétt­mæta viðskipta­hætti, þannig að eft­ir­lit Neyt­enda­stofu, með starf­semi smá­lána­fyr­ir­tækja, svo dæmi sé tekið, verði aukið.

Frosti Sig­ur­jóns­son, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is, lýsti því í sam­tali við Sunnu­dags­mogg­ann í fyrra­dag að nefnd­in væri að skoða hvort rétt væri að setja inn sér­stakt ákvæði í samn­inga­lög um að Neyt­enda­stofa bæri ábyrgð á og fylgd­ist með fram­kvæmd laga, sem tækju m.a. til ein­stak­linga, sem hefðu tekið lán hjá smá­lána­fyr­ir­tækj­um, með það fyr­ir aug­um að auka neyt­enda­vernd.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert