Kallar leiðara Fréttablaðsins dellu

Jóhannes Þór Skúlason
Jóhannes Þór Skúlason

Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, segir að leiðari Fréttablaðsins í dag sé della, leiðarahöfundur dragi fáránlega ályktun og að um sé að ræða sleggjudóma sem í besta falli séu til þess fallnir að villa um fyrir lesendum blaðsins.

Í pistli sem Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, ritar á vefsvæði sitt segir hann að leiðarinn, með fyrirsögninni „Pirringurinn vex í Framsóknarflokki“, sé aðeins upprifjun á frétt sama blaðs sem hefði verið leiðrétt af honum sjálfum og þingmönnum Framsóknarflokksins.

Hann segir að leiðarahöfundur falli í sömu gryfju og margir þegar kemur að Evrópuumræðunni, að setja veröldina upp í svarthvíta möguleika. „Máske er þessi umtalaði pirringur frekar hjá þeim sem sjá fram á að sitja uppi með EES samninginn í stað aðildar að ESB?“

Pistill Jóhannesar Þórs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert