Selja vopn og fíkniefni á Facebook

Ljósmynd/Jim Smart

Vel yfir 700 manns eru meðlimir í opnum hóp á Facebook þar sem ýmsar misjafnar vörur ganga kaupum og sölum, þar á meðal eiturlyf og vopn.

Þó svo að meðlimir hópsins séu margir hverjir fullorðið fólk og telji allt frá heimavinnandi húsmæðrum upp í forstjóra virðist nokkur fjöldi þeirra vera á framhalds- eða jafnvel grunnskólaaldri.

Hér býður einn notenda síðunnar mismunandi tegundir af amfetamíni til …
Hér býður einn notenda síðunnar mismunandi tegundir af amfetamíni til sölu sem og kókaín og gefur upp símanúmer. SKjáskot af Facebook.

Stjórnendur síðunnar eru þrír, tveir ungir menn fæddir árið 1994 og stúlka fædd árið 1996. Í lýsingu á síðunni er tekið fram að síðan sé aðeins ætluð fyrir lögleg vöruskipti. Þegar saga síðunnar er skoðuð má sjá að stúlkan hefur tvítekið þá lýsingu fyrir notendur og í seinna skiptið með hástöfum. Slíkum fyrirmælum virðist þó ekki hlýtt.

Hér eru til sölu tveir ólöglegir vímugjafar, líklega kannabis (j) …
Hér eru til sölu tveir ólöglegir vímugjafar, líklega kannabis (j) og e-töflur (Pacman/diskó). Skjáskot af Facebook

Meðal þeirra eiturlyfja sem mbl.is fann til sölu á söluhópnum voru lyfseðilsskyld lyf, kannabis, amfetamín í ýmsum útgáfum og kókaín. Ýmsar gerðir hnífa auk hnúajárna eru reglulega boðin til sölu á síðunni en einnig eru margir notendur sem hafa falast eftir loftbyssum.

Ekki er óalgengt að sjá hverskonar hnífa til sölu á …
Ekki er óalgengt að sjá hverskonar hnífa til sölu á síðunni. Skjáskot af Facebook

Margir sem nýta sér hópinn gera það undir eigin nafni. Hinsvegar eru einnig margir sem nýta sér leyninöfn sem oftar en ekki vísa í vímuefni af ýmsu tagi, svo sem kannabis, mismunandi tegundir af benzódíazepín og öðrum lyfseðilsskyldum efnum eða jafnvel efni sem notuð eru til að drýgja amfetamín og kókaín. Með því að smella á nafn eins slíks notanda fann mbl.is tugi innlendra Facebook notenda sem virðast ýmist vilja selja eða kaupa fíkniefni af ýmsu tagi. 

Einstaklingur sem virðist koma fram undir eigin nafni býður til …
Einstaklingur sem virðist koma fram undir eigin nafni býður til sölu OxyContin sem er lyfseðilskylt verkjalyf. Skjáskot af Facebook

Samkvæmt heimildum mbl.is er lögreglan meðvituð um ólögleg viðskipti á Facebook og hefur unnið að því með hjálp stjórnenda Facebook að bera kennsl á höfuðpaura slíkrar starfsemi enda er ljóst að íslensk sala ólöglegra efna og vopna á Facebook er langt því frá einskorðuð við þá síðu sem hér er fjallað um.

Hnúajárn eru vopn sem oft eru tengd við gengjaofbeldi og …
Hnúajárn eru vopn sem oft eru tengd við gengjaofbeldi og handrukkun. Skjáskot af Facebook
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert