„Tjáningarfrelsið aðeins fyrir útvalda“

Ásmundur Friðriksson.
Ásmundur Friðriksson. mbl.is/Eggert

„Þeir sem vekja at­hygli á hætt­unni sem steðjar að ná­granna­lönd­um okk­ar eru skotn­ir niður og ataðir auri í sam­fé­lagsum­ræðunni,“ sagði Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Alþingi í dag. 

Ásmund­ur gerði hryðju­verk­in í Kaup­manna­höfn um helg­ina að um­tals­efni á Alþingi í dag und­ir liðnum störf þings­ins. Sagði hann gild­um frels­is og laga verið mót­mælt með morðunum, og nú lýsi trúbræður morðingj­ans yfir stuðningi við hann. 

„Í ná­granna­lönd­um okk­ar er opin umræða um þá hættu sem steðjar að hinum frjálsa heimi og þjóðfé­lög­um vegna fjölg­un­ar á árás­um ein­stak­linga og hvers kon­ar öfga­hópa. Hér á landi á eng­in slík umræða sér stað og spurn­ing­in hvað við ætl­um lengi að skila auðu í þeirri umræðu um ör­yggi íbú­anna,“ sagði hann.

Þá sagði hann tján­ing­ar­frelsið vera fót­um troðið og það virðist oft á tíðum aðeins vera fyr­ir út­valda. 

Ásmund­ur þakkaði Ólöfu Nor­dal, inn­an­rík­is­ráðherra fyr­ir að hefja umræðuna um hvort að taka eigi upp for­virk­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir hér á landi.

„Tök­um umræðuna í sam­fé­lag­inu um þá ógn sem að steðjar að ná­granna­lönd­um okk­ar en við get­um ekki tekið áhættu á að hún ber­ist ekki hingað.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert