Almenningur fái sama rétt og ríkið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mbl.is/Ómar

Ef ríkið bygg­ir skaðabóta­kröfu sína á því að það hafi talið Kaupþing banka traust­ari en ella vegna kaupa Al-Thani á bréf­um í hon­um og þess vegna veitt hon­um neyðarlán gild­ir það sama um al­menn­ing, eða fyr­ir­tæki eða hvern sem er. Þetta seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra.

Sig­mund­ur Davíð var í viðtali í morg­unút­varpi Bylgj­unn­ar í morg­un þar sem hann meðal ann­ars ræddi um Al-Thani-málið. Hann var meðal ann­ars spurður að því hvers vegna sím­tal Geirs H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, og Davíðs Odds­son­ar, þáver­andi seðlabanka­stjóra, um neyðarlán Seðlabank­ans til Kaupþings hafi ekki verið birt. „Eft­ir því sem mér skilst leiðir það ekk­ert sér­stakt í ljós,“ sagði Sig­mund­ur meðal ann­ars en tók fram að hann hafi ekki heyrt sím­talið.

„Þarna voru bank­ar víða um heim að falla eins og dómínókubb­ar og rétt eins og í öðrum lönd­um var veitt lán til að reyna halda bank­an­um gang­andi,“ sagði Sig­mund­ur. Hann tók hins veg­ar fram að verði gerð rann­sókn á því hvort skaðabóta­skylda hafi mynd­ast með dómn­um í Al-Thani-málínu muni ekki standa á því að veitt­ur verði aðgang­ur að um­ræddu sím­tali. Rétt­ur manna til að ekki séu birt­ar upp­tök­ur sem þeir vita ekki af eigi ekki að koma í veg fyr­ir það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert