Fékk 300 milljóna króna rannsóknarstyrk

Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor.
Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta er mjög mik­il viður­kenn­ing fyr­ir rann­sókn­ar­hóp­inn okk­ar og það sem við stönd­um fyr­ir og fyr­ir Há­skól­ann í Reykja­vík,“ seg­ir Inga Dóra Sig­fús­dótt­ir, pró­fess­or við Há­skól­ann í Reykja­vík, í sam­tali við mbl.is en hún hef­ur hlotið rann­sókna­styrk frá Evr­ópu­sam­band­inu upp á 2 millj­ón­ir evra, eða sem nem­ur rúm­lega 300 millj­ón­um ís­lenskra króna, til þess að sinna þverfag­leg­um rann­sókn­um á áhrif­um streitu á líf barna og ung­linga.

„Ég hef verið að und­ir­búa þetta í nokk­ur ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég sæki um þenn­an styrk. Ég er fjór­um sinn­um búin að kom­ast í úr­slit. Það sækja kannski um á milli 2-3 þúsund um­sækj­end­ur og þeir grisja síðan 80% af um­sókn­un­um. Síðan er 20% efstu boðið í viðtöl í Brus­sel. Þannig að ég hef farið fjór­um sinn­um í slík viðtöl,“ seg­ir Inga Dóra. Verk­efnið henn­ar er þverfag­leg rann­sókn á þeim margþættu áhrif­um sem streita í um­hverf­inu get­ur haft meðal ann­ars á and­lega líðan og hegðun barna og ung­linga.

„Ég hef und­an­far­in 20 ár sinnt rann­sókn­um á hög­um og líðan ungs fólks og reyna að átta mig á því hvað spái fyr­ir um heilsu og hegðun barna og ung­linga. Þess­um rann­sókn­um hef ég verið að sinna hjá Rann­sókn­um og grein­ingu. Marg­ir þekkja skól­a­rann­sókn­irn­ar sem við höf­um verið að sinna und­an­far­in ár. Við höf­um svarað mjög mörg­um spurn­ing­um í þeim rann­sókn­um en núna er ætl­un­in að taka næsta skref byggt á þeirri þekk­ingu sem við höf­um aflað og hef­ur verið fjallað um í yfir 70 vís­inda­gein­um,“ seg­ir hún enn­frem­ur.

Spurð hvaða þýðingu styrk­ur­inn mun hafa fyr­ir áfram­hald­andi rann­sókn­ir seg­ir Inga Dóra: „Þetta mun skapa ótrú­lega mörg og góð tæki­færi fyr­ir þess­ar rann­sókn­ir og fyr­ir rann­sókn­ar­hóp­inn og fyr­ir ís­lensk­ar fé­lags­vís­inda­rann­sókn­ir. Við mun­um fagna þessu um helg­ina en síðan strax á mánu­dag­inn brett­um við upp erm­arn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert