Hallar á karla í Þjóðleikhúsinu

Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri.
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Ernir Eyjólfsson

Mik­ill meiri­hluti burðar­hlut­verka er leik­inn af konu á yf­ir­stand­andi leik­ári Þjóðleik­húss­ins og sjá kon­ur um list­ræna stjórn­un í rúm­lega 66% til­vika. Kynja­hlut­föll eru aft­ur á móti jöfn ef litið er til höf­unda verk­anna og alls starfs­fólks á launa­skrá.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum grein­ing­ar sem Ari Matth­ías­son þjóðleik­hús­stjóri hef­ur gert á starf­semi yf­ir­stand­andi leik­árs en þar kem­ur fram að frek­ar hall­ar á karla en kon­ur inn­an leik­húss­ins.

Kon­ur fara oft­ar með burðar­hlut­verk

Þegar litið var til verka sem eru til sýn­ing­ar hjá leik­hús­inu á leik­ár­inu má sjá að kynja­hlut­fall höf­unda eru jöfn, tíu karl­ar og tíu kon­ur. List­ræn­ir stjórn­end­ur, þ.e. leik­stjór­ar, bún­inga- og leik­mynda­höf­und­ar, eru í rúm­lega 66% til­vika kon­ur og voru kon­ur. Kon­ur fara mun oft­ar með burðar­hlut­verk en karl­ar. 

Þegar litið er til allra starfs­manna Þjóðleik­húss­ins árið 2013 má sjá að kynja­hlut­fallið er hníf­jafnt að sögn Ara. „Mark­mið okk­ar eins og allra stofn­ana rík­is­ins að gæta að jafn­rétti kynj­anna í hvít­vetna, gæta þess að ekki sé kyn­bund­inn launamun­ur og vera með sterka og öfl­uga jafn­rétt­is­stefnu.“

Hall­ar sýni­lega á annað kynið

Þrátt fyr­ir þetta hall­ar sýni­lega á annað kynið á nokkr­um sviðum. „Menn verða að passa sig að ganga ekki of hart fram, þá gæti verið ákveðin hætta á að karl­menn upp­lifi að þeir hafi ekki sömu mögu­leika og kon­ur og þá eru við kom­in of langt,“ seg­ir Ari.

„Maður fer ekki með lóga­rit­ma á list­ir, maður reyn­ir að meta lista­verk út frá þeim sjálf­um. Karl­menn geta skrifað stór­kost­lega hluti af miklu inn­sæi um kon­ur og kon­ur um karla.“

Ari seg­ir að þessi niðurstaða muni ekki hafa áhrif á skipu­lag kom­andi leik­ára. „Nei, en ég mun hins veg­ar í hvít­vetna að leit­ast við að gæta jafn­ræði kynj­anna í öll­um mín­um störf­um og mun reyna að halda því sem jöfn­ustu. Halli á annað kynið eitt árið reyn­ir maður að leiðrétta næsta ár en best er að vera sem næst miðjunni,“ seg­ir Ari.

Konur eru mun oftar í burðarhlutverkum í verkum sem sýnd …
Kon­ur eru mun oft­ar í burðar­hlut­verk­um í verk­um sem sýnd eru á leik­ár­inu 2014 til 2015. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert