Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður undirrituðu í vikunni samning um að Þjóðminjasafn Íslands afhendi Háskóla Íslands gömlu Loftskeytastöðina við Brynjólfsgötu 5 til afnota.
Safnið hefur haft stöðina til umráða og umsýslu frá árinu 2005, en að tillögu safnsins féllst forsætisráðherra á að HÍ tæki við ábyrgð hennar. Háskólanum ber að sjá til þess að saga hússins á sviði fjarskipta verði sýnileg. Loftskeytastöðin var byggð árið 1915 og var friðuð frá og með árinu í ár.