Sigmundur snúi sér að öðrum verkum

Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna.
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég tel að þetta mál sé efn­is­lega al­gjör­lega af­greitt og ágæt grein­ar­gerð Brynj­ars er bara enn frek­ari staðfest­ing á því að það er ekk­ert hæft í þess­um miklu ásök­un­um Víg­lund­ar og þeirra sem und­ir hafa tekið með hon­um,“ Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður Vinstri grænna, um niður­stöður skýrslu Brynj­ars Ní­els­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Skýrsl­an fjall­ar um ásak­an­ir Víg­lund­ar Þor­steins­son­ar um að stjórn­völd hafi staðið með ólög­mæt­um hætti að mál­um þegar samið var um skipt­ingu nýju og gömlu bank­anna í kjöl­far banka­hruns­ins.

Stein­grím­ur seg­ir í sam­tali við mbl.is að skýrsl­an sé til frek­ari staðfest­ing­ar því sem Fjár­mála­eft­ir­litið og marg­ir fleiri hafa lagt fram að und­an­förnu, að mála­til­búnaður Víg­lund­ar sé byggður á sandi, að eng­ar inni­stæður séu fyr­ir hon­um.

„Ég er mjög ánægður með það og finnst að þar með ætti  máli að vera sæmi­lega af­greitt, eft­ir standi bara það að þeir sem settu þess­ar ásak­an­ir fram eða tóku und­ir þær og kannski fyrst og fremst þeir Víg­lund­ur og Sig­mund­ur Davíð þurfa að velta fyr­ir sér hvað þeir eigi að gera, hvort þeir vilji biðja þann mikla fjölda fólk sem þarna mátti sæta mjög fá­heyrðum og frá­leit­um ásök­un­um af­sök­un­ar eða hvernig þeir ætla að snúa sér út úr því. Það eina sem mér leidd­ist var að þetta ágæta fólk, heilu ráðuneyt­in og stofn­an­irn­ar unnu mik­ils­vert starf og leystu það vel af hendi skildi þurfa ða sitja und­ir þessu,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Mál­flutn­ing­ur­inn skyld­ur „steyp­unni hjá Víg­lundi“

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra sagði í morg­unút­varpi Bylgj­unn­ar í morg­un að hann hyggðist mæla fyr­ir því á Alþingi að gerð verði óháð rann­sókn á skýrslu Brynj­ars og nauðsyn­legt væri að er­lend­ir aðilar myndu rann­saka málið.

Frétt mbl.is: Vill rann­sókn er­lendra aðila

„For­sæt­is­ráðherra verður að eiga það við sig hvað hann vill aðhaf­ast frek­ar. Hann er í þeim mikla vanda að mál­flutn­ing­ur hans allt frá 2009 er ná­skyld­ur steyp­unni hjá Víg­lundi og þess vegna ekk­ert skrýtið að hann skuli reyna fram í rauðan dauðann að þræta þó það sé gert gegn staðreynd­um máls­ins,“ seg­ir Stein­grím­ur.

„Hann vel­ur sér það að fara í þrætu­bók­ina en staðreynd­irn­ar tala sínu máli, en þær eru óþægi­leg­ar fyr­ir Sig­mund líka. Lest­ur á grein­ar­gerð Brynj­ars dug­ar þeim sem þekkja þessi mál til að sjá í reynd er mál­flutn­ing­ur Sig­mund­ar Davíðs líka runn­inn til grunna.“

Stein­grím­ur hvet­ur for­sæt­is­ráðherra að lok­um til að snúa sér að öðrum verk­um. „Föður­leg ráðlegg­ing­in mín til for­sæt­is­ráðherra, án þess að ég geri mér mikl­ar von­ir um að eft­ir henni verði farið, er að hann sneri sér að öðrum og þarfari hlut­um eins og að reyna að hafa verk­stjórn fyr­ir þess­ari rík­is­stjórn sem er að gef­ast upp í hverju mál­inu á fæt­ur öðru,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Frétt­ir mbl.is um málið: 

Vill rann­sókn er­lendra aðila

Rang­ar og skaðleg­ar ákv­arðanir

„Þetta held­ur nátt­úru­lega engu vatni“

Eng­ar skipu­lagðar blekk­ing­ar og svik

Víglundur Þorsteinsson.
Víg­lund­ur Þor­steins­son. Morg­un­blaðið/​Krist­inn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert