Sigmundur snúi sér að öðrum verkum

Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna.
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég tel að þetta mál sé efnislega algjörlega afgreitt og ágæt greinargerð Brynjars er bara enn frekari staðfesting á því að það er ekkert hæft í þessum miklu ásökunum Víglundar og þeirra sem undir hafa tekið með honum,“ Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, um niðurstöður skýrslu Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Skýrsl­an fjall­ar um ásak­an­ir Víg­lundar Þorsteinssonar um að stjórn­völd hafi staðið með ólög­mæt­um hætti að mál­um þegar samið var um skipt­ingu nýju og gömlu bank­anna í kjöl­far banka­hruns­ins.

Steingrímur segir í samtali við mbl.is að skýrslan sé til frekari staðfestingar því sem Fjármálaeftirlitið og margir fleiri hafa lagt fram að undanförnu, að málatilbúnaður Víglundar sé byggður á sandi, að engar innistæður séu fyrir honum.

„Ég er mjög ánægður með það og finnst að þar með ætti  máli að vera sæmilega afgreitt, eftir standi bara það að þeir sem settu þessar ásakanir fram eða tóku undir þær og kannski fyrst og fremst þeir Víglundur og Sigmundur Davíð þurfa að velta fyrir sér hvað þeir eigi að gera, hvort þeir vilji biðja þann mikla fjölda fólk sem þarna mátti sæta mjög fáheyrðum og fráleitum ásökunum afsökunar eða hvernig þeir ætla að snúa sér út úr því. Það eina sem mér leiddist var að þetta ágæta fólk, heilu ráðuneytin og stofnanirnar unnu mikilsvert starf og leystu það vel af hendi skildi þurfa ða sitja undir þessu,“ segir Steingrímur.

Málflutningurinn skyldur „steypunni hjá Víglundi“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í morgunútvarpi Bylgjunnar í morgun að hann hyggðist mæla fyrir því á Alþingi að gerð verði óháð rannsókn á skýrslu Brynjars og nauðsynlegt væri að erlendir aðilar myndu rannsaka málið.

Frétt mbl.is: Vill rannsókn erlendra aðila

„Forsætisráðherra verður að eiga það við sig hvað hann vill aðhafast frekar. Hann er í þeim mikla vanda að málflutningur hans allt frá 2009 er náskyldur steypunni hjá Víglundi og þess vegna ekkert skrýtið að hann skuli reyna fram í rauðan dauðann að þræta þó það sé gert gegn staðreyndum málsins,“ segir Steingrímur.

„Hann velur sér það að fara í þrætubókina en staðreyndirnar tala sínu máli, en þær eru óþægilegar fyrir Sigmund líka. Lestur á greinargerð Brynjars dugar þeim sem þekkja þessi mál til að sjá í reynd er málflutningur Sigmundar Davíðs líka runninn til grunna.“

Steingrímur hvetur forsætisráðherra að lokum til að snúa sér að öðrum verkum. „Föðurleg ráðleggingin mín til forsætisráðherra, án þess að ég geri mér miklar vonir um að eftir henni verði farið, er að hann sneri sér að öðrum og þarfari hlutum eins og að reyna að hafa verkstjórn fyrir þessari ríkisstjórn sem er að gefast upp í hverju málinu á fætur öðru,“ segir Steingrímur.

Fréttir mbl.is um málið: 

Vill rannsókn erlendra aðila

Rangar og skaðlegar ákvarðanir

„Þetta heldur náttúrulega engu vatni“

Engar skipulagðar blekkingar og svik

Víglundur Þorsteinsson.
Víglundur Þorsteinsson. Morgunblaðið/Kristinn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka