Gátu hlerað síma á Íslandi

Svo virðist sem bandarískir og breskir njósnarar hafi fengið aðgang …
Svo virðist sem bandarískir og breskir njósnarar hafi fengið aðgang að gögnum í símum hér á landi. AFP

Bandarískir og breskir njósnarar fengu aðgang að gögnum í símum á Íslandi með því að brjóta sér leið inn í kerfi Gemalto, stærsta framleiðanda sim-korta í heiminum.

Hleranirnar áttu sér stað á árunum 2010 og 2011, að því er segir í frétt Daily Mail.

Í skjölum frá uppljóstranum Edward Snowden, sem birt voru af The Intercept í gærkvöldi, er jafnframt minnst þrisvar sinnum á nafn íslenska fjarskiptafélagsins Nova.

Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, kannaðist ekki við málið þegar mbl.is hafði samband fyrir hádegi.

Frétt mbl.is: Gátu hlerað síma út um allan heim

Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og breska öryggis- og leyniþjónustan GCHQ brutu sér leið inn í kerfi Gemalto, hollensks framleiðanda sim-korta, og stálu dulmálslyklum sem gerðu þeim kleift að fylgjast með símtölum og gögnum í símum út um allan heim.

Fullyrt er að stofnanirnar hafi stolið allt að 300 þúsund dulmálslyklum sem hafi veitt þeim aðgang að gögnum í Sómalíu, Íran, Afganistan, Jemen, Serbíu, Tajikistan, á Indlandi og loks hér á landi. Þetta hafi átt sér stað á árunum 2010 og 2011.

Mark Ru­mold, lögmaður hjá Electronic Frontier Foundati­on, segir við Guardian að enginn vafi leiki á því að hol­lensk lög hafi verið brot­in, og lík­lega lög í fjölda annarra landa þegar dul­málslykl­arn­ir voru notaðir. 

Gem­alto fram­leiðir tvo millj­arða sim-korta á ári, meðal annars fyr­ir AT&T, T-Mobile og Verizon. Fyrirtækið á þó ekki í neinu samstarfi við Nova.

Gemalto er með starf­semi í 85 lönd­um og sér 450 aðilum fyr­ir kort­um. Stjórn­end­ur þess höfðu ekki orðið var­ir við að brot­ist hefði verið inn í kerfi þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert