Nýmerktu um 19.000 fugla

Trausti Tryggvason tók þátt í súlnamerkingunum í Eldey 1982 ásamt …
Trausti Tryggvason tók þátt í súlnamerkingunum í Eldey 1982 ásamt Ragnari Jónssyni o.fl. Ljósmynd/Ragnar Jónsson

Tvær súlur, sem merktar voru í Eldey árið 1982, fundust dauðar í fyrra, önnur þeirra var 31 árs og fimm mánaða, hin 32 ára og þriggja mánaða. Fyrra aldursmet var 27 ár og átta mánuðir.

Aldrei fyrr hafa jafnmargir fuglar verið nýmerktir hér á landi og í fyrra, þegar merktir voru rúmlega 19.000 fuglar af 79 tegundum. Af einstökum tegundum var mest merkt af auðnutittlingum.

Endurheimtur merktra fugla sýna hversu langförulir þeir geta verið, en sá langförulasti var sanderla sem sást við Akranes. Hún hafði verið merkt í Gana og var því komin tæpa 7.000 km frá merkingarstaðnum, að því er fram kemur í umfjöllun um fuglamerkingar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert