Nokkuð ákveðið hefur dregið úr gosinu í Holuhrauni í febrúar og gæti því lokið á nokkrum vikum eða mánuðum.
Erfitt er þó að segja nákvæmlega hvenær því lýkur en ljóst er að ekki er lengur um stórgos að ræða, segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.
Bætir hann við að dregið hafi úr kvikuflæði, sigi og jarðskjálftum í febrúar og gosinu gæti því bæði lokið snögglega og fjarað út hægt og rólega. „Aðalatriðið er þó að þetta er ekkert stórgos lengur. Það er líklegt, ef þróunin heldur svona áfram, að þetta verði búið fyrir sumarið,“ segir Magnús Tumi.