Mbl.is tilnefnt fyrir umfjöllun ársins

Verðlaunagripur Blaðamannaverðlaunanna.
Verðlaunagripur Blaðamannaverðlaunanna. Af vef Blaðamannafélags Íslands

Tilnefningar til blaðamannaverðlaunanna 2014 liggja fyrir. Tilnefndir til blaðamannaverðlaunanna eru: Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon á DV fyrir umfjöllun um lekamálið, Magnús Halldórsson, Ægir Þór Eysteinsson og Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum fyrir umfjöllun um sölu Landsbankans á Borgun og Viktoría Hermannsdóttir á Fréttablaðinu fyrir umfjöllun um innflytjendur og áhrifarík viðtöl.

Tilnefndar fyrir viðtal ársins eru þær Indíana Hreinsdóttir á DV fyrir viðtal við Stefán Hilmarsson, Júlía Margrét Alexandersdóttir á Morgunblaðinu fyrir viðtal við Þorstein J. Vilhjálmsson og Ólöf Skaftadóttir á Fréttablaðinu fyrir viðtal við tvíburabræðurna Kára og Halldór Auðar- og Svanssyni. 

Tilnefnd fyrir umfjöllun ársins eru Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir á DV fyrir umfjöllun um Alzheimer og heilabilun, ritstjórn mbl.is fyrir umfjöllun um stórbrunann í Skeifunni og Sigurður Mikael Jónsson á DV fyrir umfjöllun um neytendamál.

Tilnefnd fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins eru Garðar Örn Úlfarsson á Fréttablaðinu og Þorbjörn Þórðarson á Stöð 2 fyrir umfjöllun um flugslysið við Akureyri, Helgi Seljan hjá Ríkisútvarpinu fyrir umfjöllun um MS og uppruna vöru og Hrund Þórsdóttir á Stöð 2 fyrir umfjöllun um lyfjamistök. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert