Réttast að lækka eða afnema gjöldin

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einu til tveimur börnum hefur verið gert að víkja tímabundið úr leikskólum Hafnarfjarðarbæjar undanfarin ár vegna þess að foreldrar þeirra hafa ekki greitt skólagjöldin.

Fram kemur á fréttavefnum Gaflari.is að rúmlega eitt hundrað foreldrar standa ekki við gerða samninga á ári hverju og greiða ekki gjöldin á réttum tíma. Samkvæmt reglum þýða tveggja mánaða vanskil að leikskólavist sé sagt upp. Þeir sem lenda í þeirri stöðu fá viðvörunarbréf og ganga flestir þeirra til samninga um að greiða skuldir sínar.

Haft er eftir Haraldi L. Haraldssyni, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, að skoða verði hvert tilfelli fyrir sig en um leið gæta jafnræðis. Komi í ljós að félagslegar aðstæður séu þannig að foreldrið geti ekki greitt gjöldin sé gripið inn í með viðeigandi úrræðum.

Hann bætir við að leikskólagjöldin standi í dag aðeins undir 20% af rekstri leikskóla og lýsir þeirri skoðun sinni að það væri göfugt markmið sveitarfélaga að stefna að því að lækka gjöldin eða jafnvel afnema þau.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert