Vill leggja áherslu á stærðfræðikennslu

Brautskráningarathöfn kandídata frá Háskóla Íslands var haldin í dag og voru alls 480 kandídatar sem brautskráðust. Kristín Ingólfsdóttir, rektor háskólans, hélt ræðu við útskriftina og lýsti þeirri skoðun sinni að auka þurfi áherslu á stærðfræðikennslu á öllum stigum íslenska skólakerfisins. 

„Stærðfræði er augljóslega undirstöðugrein í tæknigreinum, raunvísindum og heilbrigðisvísindum. En mikilvægi hennar eykst sífellt í mörgum greinum félagsvísinda, hugvísinda og menntavísinda. Með aukinni nýtingu tölvutækni verður gagnavinnsla og reiknigeta sífellt mikilvægari í þessum greinum auk þess sem hugbúnaðarþróun er orðinn mikilvægur liður í greinum eins og tungumálakennslu og rannsóknum í tungutækni.
Þrátt fyrir að vera slík undirstöðugrein eru margir hræddir við stærðfræðina. Því verðum við að breyta og það verk verður að byrja á yngri skólastigum.“

„Það er sérstakt áhersluverkefni háskólans að efla menntun stærðfræðikennara á öllum skólastigum, bjóða starfandi kennurum endurmenntun, þróa stærðfræðina til samstarfs við aðrar greinar innan háskólans og auka vitund um mikilvægi stærðfræði í samfélaginu,“ sagði Kristín í ræðu sinni. 

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert