Berja sér leið að jöklinum

Snjóbíll. Myndin er úr safni.
Snjóbíll. Myndin er úr safni. Sigurður Ó. Sigurðsson

Þrír snjó­bíl­ar björg­un­ar­sveita reyna nú að berja sér leið upp Fljóts­hlíð yfir Mýr­dals­jök­ul í leit að konu sem ekk­ert hef­ur spurst til frá því fyr­ir helgi. Enn eru þó marg­ar klukku­stund­ir þar til þeir kom­ast að síðasta staðnum sem vitað var af henni og þrír aðrir bíl­ar þurfa að bíða af sér veður.

Að sögn Svans Sæv­ars Lárus­son­ar hjá svæðis­stjórn björg­un­ar­sveita á Suður­landi, kom­ast þrír bíl­anna ekki lengra því lokað hef­ur verið fyr­ir um­ferð und­ir Eyja­fjöll­um þar sem hviður hafa farið upp í 60 m/​s.

Mein­ing­in sé að fara yfir Mýr­dals­jök­ul og koma niður á Mæli­fellss­andi. Þaðan sé stutt í síðasta blett­inn sem vitað var af kon­unni. Þrír bíl­ar eru nú á leið upp Fljóts­hlíð en enn eru marg­ir klukku­tím­ar í að þeir kom­ist á staðinn, að sögn Svans Sæv­ars.

Fyrri frétt mbl.is: Fara af stað strax og veður leyf­ir

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert