Hyggst gera skýrslu um Kaupþingslán

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Ómar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri hyggst láta vinna opinbera skýrslu um tildrög og eftirmál lánveitingar Seðlabanka Íslands til Kaupþings skömmu fyrir fall bankans haustið 2008.

Í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í kvöld sagði hann það jafnframt vera á hreinu að ábyrgð á lánveitingu, líkt og þeirri sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi, hvíldi alfarið á herðum bankans.

Fram kom í Reykja­vík­ur­bréf­i Morgunblaðsins í gær, þar sem aðdrag­anda láns­ins er lýst, að það hefði verið vilji rík­is­stjórn­ar Geirs H. Haar­de að veita Kaupþingi 500 millj­óna evra lán skömmu fyr­ir fall bank­ans 2008, en ekki Seðlabank­ans. 

„Það er alveg klárt, í 7. grein seðlabankalaganna, að það er Seðlabankinn sem tekur þessar ákvarðanir og hann verður að gera það á ákveðnum forsendum, að hann telji að þetta sé nauðsynlegt til að verja fjármálakerfi landsins,“ sagði Már og bætti við að seðlabankastjórinn þáverandi gæti ekki skotið sér undan ábyrgð á slíkri lánveitingu.

Frétt mbl.is: Segir skýringarnar „mótsagnakenndar“

Frétt mbl.is: Rík­is­stjórn­in veitti Kaupþingi lánið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert