Afnám verðtryggingar hefjist 2016

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meiri hluti sér­fræðihóps um af­nám verðtrygg­ing­ar af nýj­um neyt­endalán­um lagði til að vinna við áætl­un um fullt af­nám yrði haf­in eigi síðar en á ár­inu 2016 þegar reynsla yrði kom­in á þær breyt­ing­ar sem hóp­ur­inn taldi að gera ætti í fyrsta áfanga.

Þetta seg­ir í svari frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráðherra við skrif­legri fyr­ir­spurn frá Sig­ríði Ingi­björgu Inga­dótt­ur, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um það hvenær mætti bú­ast við að verðtrygg­ing neyt­endalána yrði af­num­in að fullu.

Breyt­ing­ar í fyrsta áfanga muni fel­ast í því að óheim­ilt verði að bjóða neyt­end­um verðtryggð lán með jöfn­um greiðslum til lengri tíma en 25 ára, lág­marks­tími nýrra verðtryggðra neyt­endalána verði lengd­ur í allt að 10 ár, tak­mark­an­ir verði gerðar á veðsetn­ingu vegna verðtryggðra íbúðalána og hvat­ar verði aukn­ir til töku og veit­ing­ar óverðtryggðra lána.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert