Hælisleitandi fylgjandi IS

Skjáskot úr myndbandi Ríkis Íslam af aftöku Davids Haines.
Skjáskot úr myndbandi Ríkis Íslam af aftöku Davids Haines. AFP

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur sem hafnaði kröfu lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu um gæslu­v­arðhald yfir tveim­ur hæl­is­leit­end­um. Ann­ar þeirra sagðist við skýrslu­töku hjá lög­reglu styðja íslamska ríkið og vilja taka þátt í stríði fyr­ir guð.

Í dómi Hæsta­rétt­ar seg­ir að maður­inn hafi sýnt af sér hegðun sem gefi til kynna að af hon­um stafi hætta. Hins veg­ar hafi lög­reglu­stjór­inn á höfuðborg­ar­svæðinu ekki reynt væg­ari úrræði en gæslu­v­arðhald og sé því kröfu hans hafnað. Ekki megi beita út­lend­ing varðhaldi nema að það sé nauðsyn­legt til að ná lög­mætu mark­miði, sem að er stefnt, og að því verði ekki náð með öðru og væg­ara móti.

Í til­vik­um eins og því sem hér um ræðir geti lög­regla lagt fyr­ir viðkom­andi út­lend­ing að dvelja á ákveðnu af­mörkuðu svæði áður en látið yrði reyna á gæslu­v­arðhald. Með „af­mörkuðu svæði“ sé til dæm­is átt við til­tek­inn bæj­ar­hluta, gisti­heim­ili eða aðra aðstöðu sem komið yrði upp fyr­ir þá út­lend­inga sem um ræði. Til þessa úrræðis hef­ur ekki verið gripið af hálfu lög­reglu­stjór­ans í máli þessu og var gæslu­v­arðhaldi því hafnað.

Skoðaði af­tök­ur á net­inu

Í úr­sk­urði héraðsdóms seg­ir: „Varn­araðili hef­ur á köfl­um sýnt af sér ógn­andi hegðun og til­b­urði í þá átt að skaða sjálf­an sig, eins og rakið er í grein­ar­gerð sókn­araðila. Þá bend­ir skýrslu­taka af hon­um til þess að hann sé í nokkru and­legu ójafn­vægi, auk þess sem hann virðist sækja í mynd­efni á in­ter­net­inu sem teng­ist ógn­ar­verk­um hryðju­verka­sam­taka bók­stafstrú­ar­manna.“

Aðspurður hjá lög­reglu hvort að hann styddi aðferðir ISIS hryðju­verka­sam­tak­anna hafi hann sagst elska sam­tök­in, þau væru ekki fyr­ir stríð og ekki fyr­ir pynt­ing­ar. Þá sagðist hann vilja taka þátt í stríði fyr­ir guð.

„Fram kem­ur í grein­ar­gerðinni að lög­regla hafi fengið heim­ild barna­vernd­ar til þess að spegla tölvu í eigu barna­vernd­ar sem kærði, X, hafi notað meðan hann hafi verið vistaður hjá þeim og sé ljóst af þeirri skoðun að hann hafi verið að skoða mikið af efni sem teng­ist hryðju­verka­sam­tök­um eins og Íslamska rík­inu og Boko Haram, m.a. þar sem sjá megi af­tök­ur á fólki,“ seg­ir í úr­sk­urði héraðsdóms.

Sam­kvæmt framb­urði starfs­manns út­lend­inga­stofn­un­ar og túlki á fund­in­um viðhafði maður­inn hót­an­ir um að sprengja þúsund manns í loft upp ef hann yrði send­ur frá Íslandi.

Frétt mbl.is: Vilja fá hæl­is­leit­end­ur fram­selda

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert