Óheppilegt að þeir gangi lausir

Jón H. B. Snorrason, saksóknari og aðstoðarlögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
Jón H. B. Snorrason, saksóknari og aðstoðarlögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er auðvitað óheppilegt fyrir samfélagið að þar sé einhver sem enginn veit hver er, hvað hann heitir, hvaðan hann kemur eða hvers megi vænta af honum,“ segir Jón H.B. Snorrason, saksóknari og aðstoðarlögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, um tvo hælisleitendur sem sæta ekki gæsluvarðhaldi.

Eins og greint var frá á mbl.is fyrr í dag staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hafna beri kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að tveir hælisleitendur sæti gæsluvarðhaldi.

Frétt mbl.is: Hælisleitandi fylgjandi ISIS

Mennirnir eru eftirlýstir á Norðurlöndunum og hefur verið fari fram á framsal þeirra. Annar þeirra sagðist við skýrslutöku hjá lögreglu styðja íslamska ríkið og vilja taka þátt í stríði fyrir guð. Auk þess sækist hann í myndefni á internetinu sem tengist ógnarverkum hryðjuverkasamtaka bókstafstrúarmanna.

Þjóðerni mannanna liggur ekki fyrir en þeir segjast vera bræður. Málið snýst einkum um annan þeirra en sá hafði í hótunum við yfirheyrslur og var i miklu ójafnvægi. Samkvæmt framburði starfsmanns útlendingastofnunar og túlki viðhafði maðurinn hótanir um að sprengja þúsund manns í loft upp ef hann yrði sendur frá Íslandi

Kröfunni um gæsluvarðhald var hafnað á báðum dómstigum og ganga mennirnir því lausir. Spurður hvort algengt sé að slík mál komi upp segir Jón að það séu dæmi um það. Spurður áfram hvort fyrirkomulagið hér sé frábrugðið því sem gerist til að mynda á hinum Norðurlöndunum segist hann telja að það sé ríkari tilhneiging að minnsta kosti í Noregi að úrskurða menn í gæsluvarðhald við slíkar aðstæður.

Frétt mbl.is: Vilja fá hælisleitendur framselda

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka