36,4% styðja ríkisstjórnina

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Ómar

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæl­ist 36,4% í nýrri könn­un MMR en fylgið mæld­ist 34,1% í síðustu mæl­ingu, sem sem lauk þann 29. janú­ar sl. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæl­ist nú 25,5%. Næst á eft­ir kem­ur Björt framtíð með 15% stuðning.

MMR kannaði fylgi stjórn­mála­flokka og stuðning við rík­is­stjórn­ina (stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks) á tíma­bil­inu 13. til 19. fe­brú­ar 2015.

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæld­ist nú 36,4% en mæld­ist 34,1% í síðustu mæl­ingu og 34,8% um miðjan janú­ar sl. sem llauk 14. janú­ar.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæld­ist nú 25,5%, borið sam­an við 24,9% í síðustu könn­un. Fylgi Bjartr­ar framtíðar mæld­ist nú 15,0%, borið sam­an við 16,8% í síðustu könn­un. Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mæld­ist nú 14,5%, borið sam­an við 14,7% í síðustu könn­un. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mæld­is nú 13,1%, borið sam­an við 12,7% í síðustu könn­un. Fylgi Vinstri-grænna mæld­ist nú 12,9%, borið sam­an við 12,0% í síðustu könn­un of fylgi Pírata mæld­ist nú 12,8%, borið sam­an við 14,0% í siðustu könn­un. Fylgi annarra flokka mæld­ist und­ir 2%. 

Könn­un­in var fram­kvæmd dag­ana 13. til 19. fe­brú­ar 2015 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 975 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri.

Nán­ar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert