Geir hitti Obama í Hvíta húsinu

Geir Haarde, sendiherra Ísalnds í Washington, afhenti Barack Obama Bandaríkjaforseta, …
Geir Haarde, sendiherra Ísalnds í Washington, afhenti Barack Obama Bandaríkjaforseta, trúnaðarbréf sitt í Hvíta húsinu í gær. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Geir Haar­de, sendi­herra Íslands í Washingt­on, af­henti Barack Obama Banda­ríkja­for­seta, trúnaðarbréf sitt í Hvíta hús­inu í gær.

Í sam­tali við mbl.is fyr­ir ára­mót sagði Geir: „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég þekki vel til í Banda­ríkj­un­um og bjó þar sem námsmaður í mörg ár og þar á meðal í tvö ár í Washingt­on. Þetta er mjög spenn­andi verk­efni og auðvitað heilmargt að gera í þessu starfi enda mik­il­vægt að halda uppi öfl­ugri hags­muna­gæslu gagn­vart Banda­ríkj­un­um sem eru okk­ar mik­il­væg­asta vina­ríki.“

Frétt mbl.is„Þetta leggst mjög vel í mig“

Geir tók um síðustu ára­mót við embætti sendi­herra Íslands í Banda­ríkj­un­um með aðset­ur í Washingt­on. „Verk­efn­in eru auðvitað fjöl­breytt. Þau tengj­ast stjórn­mála­tengsl­um og varn­ar­mál­um, viðskipt­um, mennta- og menn­ing­ar­mál­um og ýms­um fleiru.“ Stefna nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins geng­ur meðal ann­ars út á að efla tengsl­in við Banda­rík­in og sagðist Geir aðspurður sam­mála því að rík ástæða væri til þess.

„Ég hef frá því að ég var í námi þarna fyr­ir löngu haldið tengsl­um við marga. Bæði fólk sem er enn starf­andi í stjórn­sýsl­unni, í há­skól­um og viðskipta­líf­inu og slík sam­bönd geta komið sér vel í þessu starfi. Þarna er um að ræða tengsl sem hafa byggst upp á löng­um tíma,“ sagði Geir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert