Hvar mun gjósa næst?

Eldgosið í Holuhrauni.
Eldgosið í Holuhrauni. mbl.is/RAX

Mjög hefur dregið úr eldvirkni í Holuhrauni síðustu daga og sigið í Bárðarbungu nær stöðvast.

Að sama skapi hefur dregið úr skjálftavirkni en nokkrir smáskjálftar hafa mælst í Bárðarbungu og við kvikuganginn að gosstöðvunum í hrauninu. Kenningar hafa verið uppi um að þessir smáskjálftar geti verið vísbending um að kvikan komi næst upp nær Bárðarbungu og jafnvel í Dyngjujökli.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, þessa smáskjálfta ekki endilega þýða aukna hættu á gosi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert