Smíði ferju ekki verið fjármögnuð

Ný ferja mun leysa Herjólf af hólmi.
Ný ferja mun leysa Herjólf af hólmi. mbl.is/Sigurður Bogi

Hönnun nýrrar Vestmannaeyjaferju er að ljúka í Noregi. Ekki liggur fyrir hvenær smíði skipsins verður boðin út. Starfshópur kannar möguleika á fjármögnun verkefnisins.

Samið var við norska fyrirtækið Polarkonsult A/S í lok júlí á síðasta ári um hönnun nýrrar Vestmannaeyjaferju sem mun leysa Herjólf af hólmi. Þá kom fram að hönnunarvinnunni ætti að ljúka í þessum mánuði.

Friðfinnur Skaptason, verkfræðingur í innanríkisráðuneytinu og formaður stýrihóps um hönnunina, segir að vinnunni sé að mestu lokið. Þó muni frágangur einnar skýrslu dragast fram í mars vegna þess að rétt þótti að fara aftur yfir niðurstöður úr siglingahermi í Danmörku vegna forritunarvillu. Að öðru leyti hafi verkið gengið vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert