Stofnað verði þjóðaröryggisráð

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is

Þings­álykt­un­ar­til­laga um þjóðarör­ygg­is­stefnu er nán­ast til­bú­in en ekki ligg­ur fyr­ir hvenær hún verður lögð fram á Alþingi. Þetta kom fram í máli Gunn­ars Braga Sveins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra í umræðum í þing­inu í dag þar sem hann ræddi málið við Birgittu Jóns­dótt­ur, þing­mann Pírata. Byggt yrði á til­lög­um þver­póli­tískr­ar þing­manna­nefnd­ar um mót­un þjóðarör­ygg­is­stefnu sem skipuð var árið 2012 í tíð síðustu rík­is­stjórn­ar.

„Ekki er gert ráð fyr­ir þjóðarör­ygg­is­deild eða aukn­um vald­heim­ild­um lög­reglu í þeirri stefnu enda er það kannski ekki held­ur til­gang­ur henn­ar. Það er hins veg­ar efni í allt ann­ars kon­ar umræðu hvort þess sé þörf o.s.frv. En í meg­in­drátt­um bygg­ir til­lag­an á vinnu nefnd­ar­inn­ar, stuðst er við þær hug­mynd­ir sem þar komu fram,“ sagði ráðherr­ann. Þá yrði einnig stefnt að stofn­un þjóðarör­ygg­is­ráðs í sam­ræmi við til­lög­ur nefnd­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert