Hverjir ganga til liðs við Ríki íslams?

AFP

Miðað við fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ing­ar eru þeir sem gengið hafa til liðs við hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams einkum annarr­ar og þriðju kyn­slóðar inn­flytj­end­ur sem játa íslam sam­kvæmt mati grein­ing­ar­deild­ar Rík­is­lög­reglu­stjóra á hryðju­verka­hættu hér á landi. Flest­ir er­lend­ir víga­menn frá Norður­lönd­un­um sem berj­ast í Sýr­landi og Írak eru ung­ir karl­menn sem hafa lít­il eða eng­in fjöl­skyldu­tengsl við Sýr­land.

„Marg­ir þeirra eru fædd­ir og upp­al­d­ir á Norður­lönd­um. Einnig eru sagðar frétt­ir af nor­ræn­um mönn­um sem gerst hafa múslim­ar og þá hafa kon­ur og börn ferðast til svæðis­ins. Sam­eig­in­legt ein­kenni margra þeirra ungu nor­rænu karla sem vitað er að hafa ferðast til Sýr­lands og Íraks er að þeir hafa hvorki fram­halds­mennt­un né fasta at­vinnu. Þar að auki virðast ein­hverj­ir þeirra tengj­ast skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Þessi til­tölu­lega veiku tengsl við nor­rænt sam­fé­lag geta verið vegna ým­issa þátta,“ seg­ir enn­frem­ur í mat­inu.

Marg­ir þeirra leiti að sam­fé­lags­legri viður­kenn­ingu eft­ir öðrum leiðum en venju­lega er tengd mennt­un og at­vinnu. Meö öðrum orðum að þátt­taka í hryðju­verk­a­starf­semi Rík­is íslams geti veitt þeim viður­kenn­ingu og sjálfs­mynd „sem er meira í sam­ræmi við gildi þeirra og heims­mynd.“ Hins veg­ar sé einnig að finna í þess­um hópi dæmi um menntaða ein­stak­linga „sem hafa áður verið vel aðlagaðir að nor­rænu sam­fé­lagi en hafa skorið á öll tengsl við nærum­hverfi sitt og jafn­vel móður­mál í kjöl­far rót­tæk­ling­ar (radík­alíseríng­ar).

Fram kem­ur að erfitt geti reynst að ná til þessa hóps með fé­lags­leg­um aðgerðum þar sem um­rædd­ir ein­stak­ling­ar hafi í upp­hafi sterka sam­fé­lags­lega stöðu en hafi síðan ein­angrað sig frá þjóðfé­lag­inu með því að ger­ast bók­stafstrúaðir víga­menn. Einnig séu staðfest til­felli þar sem meðlim­ir í glæpa­hóp­um og þekkt­um alþjóðleg­um vél­hjóla­gengj­um með tengsl við skipu­lagða glæp­a­starf­semi hafi farið til Mið-Aust­ur­landa til þess að taka þátt í átök­um þar. Til­gang­ur­inn í þeim til­fell­um sé per­sónu­leg upp­hafn­ing og spenna í gegn­um þátt­töku í bar­dög­um og voðaverk­um. „Ekki er því um að ræða að viðkom­andi aðhyll­ist öfga­fulla íslamska hug­mynda­fræði.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert