Ísland örlítið minna en talið var

Við þessar endurmælingar var einnig reiknuð út ný miðja Íslands …
Við þessar endurmælingar var einnig reiknuð út ný miðja Íslands sem færist frá því sem áður hefur verið talið um 120m. Ný miðja landsins er 64°59'09.2" Norður 18°35'04.6" Vestur. mynd/Loftmyndir

Ísland er örlítið minna en hingað til hefur verið talið ef marka má endurmælingar fyrirtækisins Loftmynda á strandlínu landsins. Niðurstaða mælinganna sýna að Ísland er 102.775 ferkílómetrar að stærð en hingað til hefur landið verið talið 103.000 ferkílómetrar.

Í tilkynningu frá Loftmyndum segir, að mælingarnar séu gerðar eftir háupplausna loftmyndum sem fyrirtækið hafi tekið af allri strandlínu landsins undanfarin ár. Með þessari aðferð sé hægt að mæla stærð Íslands nákvæmar en áður hafi verið hægt. Auk þess sem einfaldara verði að endurmæla strandlínuna síðar og kortleggja þannig breytingar á henni eða jafnvel vakta ákveðin svæði sérstaklega þar sem breytingar séu örastar.

„Eldri upplýsingar um stærð landsins hafa verið byggðar á misgömlum og oft ónákvæmum gögnum en nú er í fyrsta skipti til mæling af öllu landinu sem gerð er með sömu aðferð og innan stutts tímaramma. Niðurstaða  mælinganna er að Ísland er 102.775 km2 af stærð.

Þessar nýu mælingar gefa nákvæmari niðurstöðu en eldri mælingar, Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Landmælinga Íslands hefur Ísland hingaðtil verið talið 103,000 km2,“ segir í tilkynningu.

Loftmyndir vinna nú að því að kortleggja eyjar og sker í kring um landið og er reiknað með að þeirri vinnu ljúki á næsunni

Meðfylgjandi er kort sem sýnir loftmynd af ósum Þjórsár þar …
Meðfylgjandi er kort sem sýnir loftmynd af ósum Þjórsár þar sem strandlína eins og hún hefur verið sýnd á kortum Landmælinga Íslands er teiknuð sem gul en ný mæling Loftmynda er sýnd sem rauð lína. Heildarlengd strandlínu Íslands (meginland) er skv. þessari nýju mælingu 6542.4 km. mynd/Loftmyndir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert