„Samfélagsleg ábyrgð bara klisja“

Samsett mynd/Eggert

Karl Garðars­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, lýsti eft­ir sam­fé­lags­legri ábyrgð stærstu fjár­mála­stofn­ana lands­ins á Alþingi í dag. Til­efnið voru til­kynn­ing­ar Ari­on banka og Íslands­banka um mik­inn hagnað á síðasta ári. Óskaði hann bönk­un­um til ham­ingju.

„Stóru bank­arn­ir státa sig af sam­fé­lags­leg­um skyld­um eða sam­fé­lags­legri ábyrgð. Hug­tök­in eru teygj­an­leg og það er jafn­vel til staðar ákveðinn ómögu­leiki þegar þau eru skil­greind. Það hef­ur því gjarn­an verið til siðs að klára málið með því að veita nokkra styrki til góðra mál­efna. Það fer hins veg­ar minna fyr­ir ábyrgð bank­anna gagn­vart viðskipta­vin­um sín­um. Viðskipta­vin­um sem halda þess­um stofn­un­um gang­andi á einn eða ann­an hátt,“ sagði Karl.

Þannig léti Ari­on banki íbúðakaup­end­ur borga allt að 8% ársvexti á óverðtryggðum lán­um í nær verðbólgu­lausu landi. Ársvext­ir af kred­it­korta­reikn­ing­um væru 12%. Ef pen­ing­ar væru lagðir inn á reikn­ing í bank­ann væru vext­irn­ir frá 0,1-1%. Töl­urn­ar frá Íslands­banka væru á svipuðum slóðum. Bank­arn­ir væru með allt sitt á þurru á meðan stjórn­völd og aðilar vinnu­markaðar­ins væru að berj­ast við bæta lífs­kjör al­menn­ings. Sakaði hann bank­ana um vaxta­ok­ur.

„Hinn al­menni borg­ari hef­ur ekk­ert val. Hann þarf að eiga viðskipti við stofn­an­ir sem hafa aðeins eina hags­muni að leiðarljósi, eig­end­anna. Hjá þeim er sam­fé­lags­leg ábyrgð bara klisja,“ sagði Karl enn­frem­ur og bætti við að eig­end­urn­ir væru að vísu flest­ir and­lits­laus­ir.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, sam­flokksmaður Karls tók und­ir með hon­um og minnti á að arður af rekstri bank­anna tveggja rynni til þrota­búa gömlu bank­anna og þar með kröfu­hafa þeirra. Full ástæða væri fyr­ir því að skatt­leggja þrota­bú­in enn frek­ar en gert hefði verið.

Karl Garðarsson alþingismaður.
Karl Garðars­son alþing­ismaður. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert