Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu, leggur nú fram öðru sinni frumvarp til laga um breytingu á lögum um LÍN, þar sem gerð er tillaga um niðurfellingu lána við fráfall ábyrgðarmanns.
Hún bætir einni setningu í frumvarpið: „Við fráfall ábyrgðarmanns falla niður þau lán sem hann hefur gengist í ábyrgð fyrir.“
Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að ekkert sé kveðið á um að lántaki eigi áfram að standa skil á afborgunum af námsláni sínu, falli ábyrgðarmaður frá. Sigríður Ingibjörg segir í samtali við Morgunblaðið að vera kunni að þetta þurfi að lagfæra og það verði þá gert í meðförum þingnefndar.