Vísbendingar eru um að vöxtur ferðaþjónustunnar sé að baki nær allri fjölgun starfandi fólks í fyrra.
Þannig fjölgaði fólki sem starfar við ferðaþjónustu og tengdar greinar um 2.700 í fyrra. Til samanburðar fjölgaði starfandi þá um 2.800.
Þetta kemur fram í greiningu Ólafs Más Sigurðssonar, sérfræðings hjá Hagstofu Íslands, sem gerð var að beiðni Morgunblaðsins og fjallað er ítarlega um í blaðinu í dag.