Lækkun á sykurskatti skilar sér ekki

Það vekur athygli ASÍ að lækkun á mat- og drykkjarvörum …
Það vekur athygli ASÍ að lækkun á mat- og drykkjarvörum megi helst rekja til lækkunar á kjöti og ávöxtum en áhrif af lækkun vörugjalda af sykri og sætum matvörum séu nokkuð minni en ætla mætti. mbl.is/Árni Sæberg

ASÍ seg­ir að frá því neyslu­skatts­breyt­ing­arn­ar tóku gildi um ára­mót hafi mat­ar- og drykkjarliður vísi­töl­unn­ar hækkað um 1,9% en þegar und­irliðir séu skoðaðir nán­ar megi sjá skýr­ar vís­bend­ing­ar um að lækk­un vöru­gjalda á sykri og sæt­ind­um (svo­kallaður syk­ur­skatt­ur) hafi enn ekki skilað sér að fullu.

Sem dæmi megi nefna að sæta­brauð og kök­ur hafi hækkað í verði um 3,9% frá ár­mót­um sem sé um­fram hækk­un á virðis­auka­skatti og eng­in sjá­an­leg áhrif lækk­un­ar á vöru­gjöld­um á þess­um vör­um. Þá hafi syk­ur, súkkulaði og sæt­indi sam­tals lækkað um 4,8% frá því um ár­mót sem sé nokkuð minna en áhrif neyslu­skatts­breyt­ing­anna gefi til­efni til en einkum má rekja það til lít­ill­ar lækk­un­ar á súkkulaði og sæl­gæti. 

Þetta kem­ur fram á vef ASÍ.

Vísi­tala neyslu­verðs hækkaði um 0,67% í fe­brú­ar og er ár­sverðbólga óbreytt frá fyrra mánuði 0,8% að því er fram kem­ur í nýj­um töl­um sem Hag­stofa Íslands birti í morg­un. Hús­næðis­verð er enn leiðandi í hækk­un verðlags en vísi­tala neyslu­verðs hef­ur lækkað um 0,9% und­an­farið ár sé hús­næðisliður­inn und­an­skil­inn.  

Breyt­ing­ar á verðlagi í mánuðinum má að mestu rekja til þess að út­sölu­áhrif á föt­um og skóm ganga til baka, hús­næðis­verð held­ur áfram að hækka og eldsneytis­verð hækk­ar frá fyrra mánuði. Á móti veg­ur að flug­far­gjöld til út­landa og verð á mat- og drykkjar­vör­um lækk­ar frá því í janú­ar.

„At­hygli vek­ur þó að lækk­un á mat- og drykkjar­vör­um má helst rekja til lækk­un­ar á kjöti og ávöxt­um en áhrif af lækk­un vöru­gjalda af sykri og sæt­um mat­vör­um eru nokkuð minni en ætla mætti.  Þá hafa bæk­ur hækkað tals­vert und­an­farna mánuði um­fram það sem hækk­un virðis­auka­skatts gef­ur til­efni til auk þess sem lít­il áhrif sjást af af­námi vöru­gjalda í verðlagi á bíla­vara­hlut­um og bygg­ing­ar­vör­um,“ seg­ir á vef ASÍ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka