Mamma látin sækja soninn

Móðir piltsins kom á lögreglustöðina og sótti son sinn.
Móðir piltsins kom á lögreglustöðina og sótti son sinn. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu þurfti að hafa sam­band við móður sautján ára pilts um miðnætti þar sem ung­ling­ur­inn var til vand­ræða sök­um ölv­un­ar. Hann var sótt­ur á lög­reglu­stöðina af móður sinni, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

Lög­regl­unni barst til­kynn­ing um heim­il­isof­beldi um eitt leytið í nótt en of­beld­ismaður­inn var far­inn af heim­il­inu er lög­regl­an kom. Málið er í rann­sókn lög­regl­unn­ar.        

Um sjöleytið í gær­kvöldi var til­kynnt um þjófnað á fatnaði úr bún­ings­klefa íþrótta­húss en ekki er vitað hver var þar á fer og málið í rann­sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert